Hafðu Samband

Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir, ekki hika við að senda okkur skilaboð. 

Laugavegur 11
108
Reykjavík

Hotel Egilsen gomul mynd.jpg

Um okkur

Gistiver ehf. er  fjölskyldufyrirtæki stofnað í Stykkishólmi árið 2009 sem á og rekur gistiheimili, hótel og þvottahús á sunnan- og vestanverðu landinu.

Hótel Egilsen - Stykkishólmi

Árið 2009 stofnaði Gréta Sigurðardóttir Gistiver ehf. og hóf rekstur á gistiheimilinu Bænir og Brauð í Stykkishólmi. Síðan þá hafa fjölskyldumeðlimir Grétu komið inn í reksturinn með henni sem hefur vaxið og dafnað.  Gistiver ehf. rekur nú hótelin Egilsen í Stykkishólmi, Hótel Berg í Keflavík, gistiheimilin Höfðagötu og Bænir og Brauð í Stykkishólmi. Auk þess rekum við  þvottahús sem þjónustar hótel og gistiheimili í Stykkishólmi.

Gistiver ehf. á einnig hlut í hótelunum ION hotel á Nesjavöllum, ION city hotel í Reykjavík, Hótel Búðum á Snæfellsnesi og íbúðahótelinu Opal Apartments í Reykjavík.  

Stolt Gistivers er Hótel Egilsen í Stykkishólmi, rekið í Egilshúsi sem var reist árið 1867 og er næst elsta hús Stykkishólms. Húsið var endurbyggt að fullu að innan en útlit að utan hefur fengið að halda sér þar sem húsið er friðað.