Hafðu Samband

Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir, ekki hika við að senda okkur skilaboð. 

Laugavegur 11
108
Reykjavík

Hótel Berg_Front.jpg

Hótel Berg

Hótel Berg er 36 herbergja hótel staðsett á einum fallegasta stað á Reykjanesinu eða á Keflavíkurbergi og er með útsýni yfir smábátahöfnina. Aðeins fimm mínútna gangur er á helstu veitingastaði bæjarnis auk þess sem hótelið er í einungis sjö mínútna akstursfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli.  

Hótelið er hannað af A2F arkitektum og er hönnunin innblásin af hafinu og gömlum bátskofum. Skandinavísk hönnun er leiðandi innanhúss með húsgögnum frá dönsku framleiðendunum HAY og Norr11 ásamt sérhönnuðum íslenskum húsgögnum.

Á hótelinu verður veitingastaður þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og drykki.  Á annarri hæð hótelsins er setlaug þar sem gestir geta slakað á og notið útsýnis yfir smábátahöfnina og hafið. 

Vegna nálægðar við flugvöllinn er Hótel Berg kjörið sem upphafs- eða endapunktur á Íslandsdvöl þar sem gestir geta skoðað náttúruperlur Reykjaness, farið á söfnin og snætt á veitingahúsum Keflavíkur.


umsagnir

 


Hótel Berg - Bakkavegi 17 - 230 Keflavík - Simi: 422 7922 - www.hotelberg.is