Hafðu Samband

Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir, ekki hika við að senda okkur skilaboð. 

Laugavegur 11
108
Reykjavík

Mynd_11.JPG

Hótel Egilsen

Hótel Egilsen er 10 herbergja "boutique" hótel staðsett í gamla bæjarhluta Stykkishólms aðeins steinsnar frá höfninni.   Húsið var upphaflega reist árið 1865 og er næst elsta hús bæjarins og sómir sér vel á meðal allra þeirra gömlu húsa sem íbúar Stykkishólms hafa gert upp af alúð og bærinn er að verða þekktur fyrir.  Egilsen húsið var gert upp árið 2012 með það markmið að útbúa þar hótel sem var opnað sama ár og hefur hótelið ár eftir ár verið valið besta hótel Stykkishólms af TripAdvisor.

Í öllum herbergjum eru "Coco-Mat" rúm, og fá gestir iPad spjaldtölvu við komu. Boðið er upp á heilbrigðan og góðan morgunmat fyrir gesti í fallegri og bjartri setustofu þar sem þeir geta einnig setið fram eftir kvöldi og notið gestrisni starfsmanna.


Umfjallanir


Hótel Egilsen - Aðalgötu 2 - 340 Stykkishólmur - Simi: 554 7700 -  www.egilsen.is